Lengjudeild karla hófst í kvöld með fimm leikjum.
Nýliðar Selfoss unnu sterkan 2-1 sigur á heimavelli, þar sem Raul gerði bæði mörkin, en Breki Þór Hermannsson gerði mark Grindvíkinga.
Þór og HK mættust þá í hörkuleik fyrir norðan þar sem niðurstaðan varð jafntefli. Dagur Orri Garðarson kom gestunum yfir en Ibrahima Balde jafnaði.
Keflavík hefur leik á 1-3 sigri gegn Fjölni. Brynjar Gauti Guðjónsson kom heimamönnum yfir en Gabríel Aron Sævarsson, Nacho Heras og Muhamed Alghoul svöruðu fyrir gestina.
Njarðvík og Fylkir skildu jöfn 1-1. Amin Cosic kom Njarðvíkingum yfir en Pablo Aguilera jafnaði.
Loks gerðu Þróttur og Leiknir einnig jafntefli í Laugardalnum. Aron Snær Ingason skoraði mark heimamanna en Axel Freyr Harðarson skoraði mark gestanna.