Cole Palmer, leikmaður Chelsea, spilaði veikur í gær er hans menn mættu Leicester í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta segir stjóri liðsins Enzo Maresca en Palmer lék betri helminginn af 90 mínútum í 1-0 heimasigri.
Englendingurinn klikkaði á vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Marc Cucurella sá síðar um að tryggja sigurinn.
,,Palmer æfði ekkert í gær. Hann vaknaði í dag og bað um að fá að vera með til að hjálpa liðinu að ná Meistaradeildarsæti,“ sagði Maresca.
,,Þetta sýnir þér að þetta er leikmaður sem vill koma félaginu á þann stað sem það á heima á.“