Declan Rice neitaði að taka við fyrirliðabandinu í gær er England spilað við Írland í Þjóðadeildinni.
Rice er af írskum uppruna en það hafði ekkert að gera með hans ákvörðun – að eigin sögn. Harry Kane er fyrirliði Englands sen fór af velli í 2-0 sigri.
Rice vildi ekki taka við bandinu af Kane og það fór þess í stað á varnarmanninn John Stones sem spilar með Manchester City.
,,Harry reyndi að láta mig fá fyrirliðabandið en Stones er reynslumeiri en ég. Ég sagði við Harry að hann ætti það meira skilið en ég og það var allt saman,“ sagði Rice.
,,Það þarf ekki að gera mikið úr þessu. John er einn af reynslumeiri leikmönnum liðsins og hann er yfirleitt fyrirliðinn þegar harry spilar ekki.“