fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Líklegt byrjunarlið Íslands í Tyrklandi á morgun – Hareide gæti gert nokkrar breytingar

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 8. september 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er talið líklegt að Age Hareide gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Tyrklandi ytra á morgun.

Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi á föstudag, liðið ferðaðist svo til Tyrklands í gær og æfði þar í dag fyrir leikinn á morgun.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði klukkutíma á föstudag og ætti að geta byrjað aftur á morgun.

Líklegt er að Hareide geri breytingar á bakvörðum sínum á morgun og að Mikael Neville Anderson fari á bekkinn en hann byrjaði á kantinum á föstudag.

Arnór Ingvi Traustason gæti komið inn í byrjunarliðið en góð frammistaða á miðsvæðinu á föstudag gæti orðið til þess að Hareide gerir ekki breytingar þar.

Þá verður að teljast líklegt að Andri Lucas Guðjohnsen byrji í fremstu víglínu í stað Orra Steins Óskarssonar sem skoraði gegn Svartfjallalandi.

Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson

Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson

Willum Þór Willumsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Andri Lucas Guðjohnsen

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“