Það er talið líklegt að Age Hareide gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði Íslands þegar liðið mætir Tyrklandi ytra á morgun.
Ísland vann góðan sigur á Svartfjallalandi á föstudag, liðið ferðaðist svo til Tyrklands í gær og æfði þar í dag fyrir leikinn á morgun.
Gylfi Þór Sigurðsson spilaði klukkutíma á föstudag og ætti að geta byrjað aftur á morgun.
Líklegt er að Hareide geri breytingar á bakvörðum sínum á morgun og að Mikael Neville Anderson fari á bekkinn en hann byrjaði á kantinum á föstudag.
Arnór Ingvi Traustason gæti komið inn í byrjunarliðið en góð frammistaða á miðsvæðinu á föstudag gæti orðið til þess að Hareide gerir ekki breytingar þar.
Þá verður að teljast líklegt að Andri Lucas Guðjohnsen byrji í fremstu víglínu í stað Orra Steins Óskarssonar sem skoraði gegn Svartfjallalandi.
Líklegt byrjunarlið Íslands:
Hákon Rafn Valdimarsson
Guðlaugur Victor Pálsson
Hjörtur Hermannsson
Daníel Leó Grétarsson
Kolbeinn Birgir Finnsson
Willum Þór Willumsson
Stefán Teitur Þórðarson
Jóhann Berg Guðmundsson
Jón Dagur Þorsteinsson
Gylfi Þór Sigurðsson
Andri Lucas Guðjohnsen