Samkvæmt fréttum á Spáni er það komið á planið hjá Real Madrid að sækja Rodri miðjumann Manchester City næsta sumar.
Rodri á enn eftir að skrifa undir nýjan samning við City en félagið vill gera hann að launahæsta leikmann liðsins.
City er tilbúið að borga honum 375 þúsund pund á viku sem eru sömu laun og Kevin de Bruyne er með.
Real Madrid telur að Rodri sé klár í að koma en honum er ætlað að fylla skarðið sem Toni Kroos skilur eftir.
Þá eru líkur á að Luka Modric fari eftir tímabilið og því gæti Real Madrid þurft á miðjumanni að halda.
Rodri er einn allra mikilvægasti leikmaður City og er líklegur til þess að vinna Gullknöttinn í ár.