Mesut Özil heldur áfram að pakka á sig vöðvum eftir að hann ákvað að leggja skóna á hilluna, sá þýski virðist fátt annað gera en að lyfta lóðum.
Özil birti myndband af sér á Instagram um helgina þar sem hann var að rífa í járnin.
Özil er 35 ára gamall en hann ákvað að hætta í fótbolta í fyrra eftir glæsilegan feril.
Özil var þýskur landsliðsmaður en hann lék með Real Madrid, Arsenal og síðar liðum í Tyrklandi þar sem hann lauk ferlinum.
Özil er áfram búsettur í Tyrklandi en hann á ættir að rekja þangað og hefur notið lífsins með lóðin í höndunum.