Nýtt myndband úr leik Tottenham og Arsenal frá því í gær vekur nokkra athygli en Ben Whie varnarmaður Arsenal ákvað að fagna beint í andlitið á samlanda sínum.
White fagnaði þá marki Gabriel með því að öskra í andlitið á James Maddison.
Vekur þetta athygli en Maddison og White voru saman í enska landsliðshópnum á HM í Katar þar sem White fór óvænt heim á miðju móti.
Ben White celebrating in front of Maddison 😂😂😂 pic.twitter.com/qbXMQAP6OJ
— Met. (@AFCMet) September 15, 2024
Arsenal vann grannaslaginn í London í gær en leikið var á heimavelli Tottenham að þessu sinni. Leikurinn var engin flugeldasýning en eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Gabriel fyrir gestina.
Gabriel kom boltanum í netið á 64. mínútu sem reyndist nóg til að tryggja sigurinn og kemur Arsenal í annað sætið. Átta gul spjöld fóru á loft og var hiti á meðal leikmanna en hvorugt lið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum.
Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið lá gegn Newcastle í síðustu umferð.