Aaron Ramsdale viðurkennir að hann hafi reynt að sannfæra Mikel Arteta um að gefa sér annað tækifæri sem aðalmarkvörður liðsins áður en hann var seldur í sumar.
Ramsdale var byrjunarliðsmaður hjá Arsenal tvö tímabil í röð áður en David Raya var keyptur frá Brentford og tók við þeirri stöðu.
Ramsdale vonaðist til að fá fleiri sénsa undir Arteta sem var þó ákveðinn í að notast við Raya og því samdi Englendingurinn við Southampton í sumarglugganum.
,,Ég reyndi að fá hann til að skipta um skoðun og komast aftur í liðið en hann var ákveðinn og á sama tíma átti David frábært tímabil,“ sagði Ramsdale.
,,Þú getur vælt og grenjað yfir því að vera tekinn úr liðinu en ef einhver er að skila sínu þá þarftu bara að taka því höggi.“
,,Þetta var erfitt en ég er kominn í nýtt heimili og hlakka til að spila á ný. Ég er ekki bitur út í Arsenal.“