Tottenham 0 – 1 Arsenal
0-1 Gabriel(’64)
Arsenal vann grannaslaginn í London í dag en leikið var á heimavelli Tottenham að þessu sinni.
Leikurinn var engin flugeldasýning en eitt mark var skorað og það gerði varnarmaðurinn Gabriel fyrir gestina.
Gabriel kom boltanum í netið á 64. mínútu sem reyndist nóg til að tryggja sigurinn og kemur Arsenal í annað sætið.
Átta gul spjöld fóru á loft og var hiti á meðal leikmanna en hvorugt lið náði að skapa sér mikið af góðum marktækifærum.
Þetta var annað tap Tottenham í röð en liðið lá gegn Newcastle í síðustu umferð.