Rob McElhenney, eigandi Wrexham, tekur alltaf með sér minnisgrip eftir að hafa horft á heimaleiki liðsins í stúkunni.
Leikarinn frægi McElhenney er annar eiganda Wrexham en hinn er Ryan Ryanolds sem leikur Deadpool í samnefndri kvikmynd.
McElhenney er orðinn gríðarlega áhugasamur um knattspyrnu en tekur með sér hluta af grasinu heim eftir hevern einasta heimaleik.
Ansi sérstakt hjá þessum litríka eiganda sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í þáttaröðunum ‘It’s Always Sunny in Philadelphia.’
,,Eftir hvern einasta leik þá tek ég smá af vellinum með mér. Þetta á við alla sérstöku leikina,“ sagði McElhenney en Wrexham er í þriðju efstu deild.
,,Ég var ekki á síðasta leik gegn Forest Green svo ég bað Humphrey Ker um að taka smá gras með sér og setja það í poka.“
,,Ég hef mætt á alla aðra leiki og alveg frá fyrsta heimasigrinum. Wrexham fimm, Maidstone núll.“