Erik ten Hag, stjóri Manchester United, hefur staðfest það að félagið sé að skoða það að fá inn fleiri leikmenn í sumar.
Leny Yoro og Joshua Zirkzee hafa samið við United í þessum glugga en félagið er enn að horfa á frekari styrkingar.
Ten Hag segir að United sé að bíða eftir réttu augnabliki og þá er möguleiki á að nýr leikmaður verði fenginn inn.
,,Þegar við erum með fréttir fyrir ykkur þá munum við tilkynna þær,“ sagði Ten Hag í samtali við blaðamenn.
,,Markaðurinn er enn mjög hljóðlátur en við höfum fengið inn tvo leikmenn. Þetta snýst um rétta tímasetningu, að sjá til þess að við gerum það rétta á réttu augnabliki.“
,,Ég vil ekki fara út í smáatriðin hvar við stöndum eða í hverju við erum að vinna. Við vitum hvað við erum að gera og erum á góðum stað.“