fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Kennir lélegri frammistöðu um það að hafa verið sakaður um að hafa beitt unnustu sína grófu ofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 12:30

Antony og Cavalin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antony kantmaður Manchester United segir að ásaknir um gróft heimilisofbeldi hafi haft gríðarleg áhrif á frammistöðu hans innan vallar á síðustu leiktíð.

Lögreglan í Manchester og í Brasilíu er enn að rannsaka mál Antony. Hann er sakaður um ofbeldi gegn fyrrum unnustu sinni. Antony hefur gefið skýrslu hjá lögreglunni og hafnar þar öllum þeim ásökunum sem hann hefur setið undir. Gabriella Cavallin sem er nú fyrrum unnusta Antony segist hafa óttast um líf sitt þegar hann á að hafa lagt á hana hendur.

„Ég var mjög ósáttur með síðasta tímabil en það var rosalega mikið sem gerðist í persónulega lífinu,“ segir Antony um málið.

Cavallin fór til lögreglunnar og segir að Antony hafi beitt sig líkamlegu ofbeldi. Segja fjölmiðlar að um sé að ræða fjögur skipti sem hún sakar Antony um ofbeldi. Segir í fréttum í Brasilíu að Cavallin hafi farið með myndir af meintum áverkum til lögreglunnar og samskipti þeirra á milli.

Cavallin heldur því fram að Antony hafi haldið sér læstri inn á heimili hans í Manchester. „Hann braut ferðatöskuna mína, tók handtöskuna mína, vegabréfið mitt. Hann braut farsímann minn, hann vildi ekki sleppa mér,“ sagði Cavallin..

Antony segir málið hafa haft gríðarleg áhrif á sig og neitar áfram sök. „Sama hvað fólk segir þá hafði þetta mál áhrif á mig innan vallar.“

„Allt sem ég gekk í gegnum var erfitt fyrir mig og mína fjölskyldu. Ég hef lært mikið af þessu, ég hef þroskast. Ég trúi því að ég hafi lært mikið á þessu erfiða máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“