Það er óhætt að segja það að Wayne Rooney, markahæsti leikmaður í sögu Manchester United, sé ekki beint líkur sjálfum sér í Póllandi.
Um er að ræða vax styttu af Rooney á ónefndu safni í Gdansk í Póllandi en Englendingurinn lítur í raun hræðilega út.
Myndin hefur heldur betur athygli en það var enski miðillinn Sun sem vakti athygli á málinu.
Vax styttan þykir alls ekki vera lík fyrrum enska landsliðsframherjanum og er aðhlátursefni á samskiptamiðlum í dag.
Orð eru í raun tilgangslaus að þessu sinni en mynd af styttunni má sjá hér og Rooney er svo rétt fyrir neðan.