Það eru margir gríðarlega reiðir eftir að hafa heyrt af miðaverði West Ham fyrir heimaleik gegn Manchester City í ensku úrvalsdeildinni.
West Ham er ásakað um það að rukka stuðningsmenn sína alltof háa upphæð fyrir miðaverð á leikinn – allt að 20 þúsund krónur fyrir einn miða.
West Ham hefur fengið mikinn skít eftir að hafa birt miðaverðin á heimasíðu sína og þar á meðal frá leikaranum fræga Ray Winstone.
Winstone hefur leikið í fjölmörgum kvikmyndum og auglýsingum en hann kallar eftir því að stuðningsmenn neiti einfaldlega að mæta á völlinn.
,,Þeir stjórna þessu öllu en svona er heimurinn í dag, hvað getum við gert?“ sagði Winstone við Coinpoker og ræddi þar eigendur félagsins.
,,Kannski er svarið bara að hætta að mæta. Þú ert að glíma við öðruvísi skrímsli í dag og enginn vill hlusta. Samfélagið er ekki til í dag, það er horfið.“
,,Ég held að þeir geri sér enga grein fyrir því í lok dags þá ráða þeir og þetta tengist viðskiptum og peningum. Þetta er það sem Bandaríkin voru byggð á og við erum að nálgast það í dag.“
General ticket prices for our game v @ManCity.
No kids prices.
No OAP prices.
No shame from @WestHam @WestHamHelp @karren_brady #SaveOurConcessions https://t.co/GF2OWcoEPg pic.twitter.com/tGrc3XVGGN— SaveOurConcessions (@SaveConcessions) July 22, 2024