Alexander Sorloth er genginn í raðir Atletico Madrid en frá þessu greinir félagið í kvöld.
Sorloth er norskur landsliðsmaður en fjölmörg félög sýndu honum áhuga í sumarglugganum.
Sorloth raðaði inn mörkum með Villarreal á síðustu leiktíð og skoraði heil 23 deildarmörk.
Atletico missti Alvaro Morata í sumar til AC Milan og er það í höndum Sorloth að leysa hans skarð.
Sorloth gerir fjögurra ára samning í spænsku höfuðborginni.