fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Ótrúlegt atvik úr nýrri heimildarmynd: Yfirmaður Jóhanns sturlaðist og las yfir honum fyrir framan alla – „Þvílíkur rasshaus“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. ágúst 2024 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin MISSION TO BURNLEY kemur út von bráðar hjá Sky Sports en myndavélar þeirra fengu að fylgjast með síðasta tímabili Burnley í ensku úrvalsdeildinni.

Burnley féll úr deildinni en fyrrum þjálfari liðsins Vincent Kompany fer með stórt hlutverk í myndinni. Búið er að birta atriði sem kom upp á æfingasvæði liðsins.

Þar trylltist Kompany út í Jóhann Berg Guðmundsson kantmann liðsins en atvikið átti sér stað á seinni hluta síðasta tímabils þegar Burnley var í vondum málum.

Kompany var verulega ósáttur með framkomu Jóhanns á æfingasvæðinu. „Jói ekki dirfast til að pirra mig. Ég hef fengið nóg af helvítis tuðinu,“ segir Kompany við Jóhann í byrjun og byrjar að öskra.

Kompany hélt svo áfram. Ert þú stór strákur, vilt þú komast í byrjunarliðið? Ert þú stór strákur,“ sagði Kompany sem er hættur með Burnley og tekinn við FC Bayern.

Jóhann lætur öskrin yfir sig ganga en fær nóg þegar Kompany heldur áfram. „Ég bað bara um að klára þennan hluta af æfingunni, yfir hverju hef ég kvartað í dag?,“ segir Jóhann.

Liðsfélagar hans mæta svo á svæðið og draga hann í burtu en Kompany heldur áfram að góla út í loftið og les yfir Jóhanni.

Netverjar ræða atvikið og saka sumir stjórann um eineltistilburði. „Að niðurlægja einhvern svona fyrir framan alla? Ömurlegt,“ skrifar einn.

„Klassísk hegðun hjá eineltisseggi, öll þau ár sem ég hef fylgst með Jóhanni þá get ég aldrei sagt að líkamstjáning hans hafi verið slæm eða viðhorf,“ skrifar annar.

„Þvílíkur rasshaus, frábært að hann sé farinn,“ skrifar einn og fleiri taka í þennan sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum