Juventus vill kaupa Raheem Sterling kantmann Chelsea en enska félagið er tilbúið að losa sig við þennan launahæsta leikmann liðsins.
Sterling er með 325 þúsund pund á viku en Enzo Maresca nýr þjálfari Chelsea hefur litla trú á kappanum.
Chelsea er að reyna að losa sig við leikmenn þessa dagana en félagið er með rúmlega 40 leikmenn í aðalliðinu.
Sterling er samkvæmt Telegraph áhugasamur um að fara til Juventus en Thiago Motta tók við þjálfun liðsins í sumar.
Sterling átti frábær ár hjá Manchester City áður en hann kom til Chelsea þar sem hann líkt og allt félagið hefur ekki fundið taktinn.
Felix indicates willingness to take drop in wages to re-join Chelsea after Samu move collapses. Sterling future in doubt after Juve enquiry #cfchttps://t.co/LUerYDILXu https://t.co/l2BznJdI7h
— Matt Law (@Matt_Law_DT) August 12, 2024