fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Fundu gamalt myndband og gerðu grín að stórstjörnunni eftir þessa myndbirtingu – ,,Því hún er svo falleg“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 21:30

Grealish

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þónokkrir knattspyrnuaðdáendur gerðu létt grín í vængmanninum og stjörnunni Jack Grealish eftir mynd sem birtist á dögunum.

Grealish er ásamt söngkonunni heimsfrægu Rihanna á myndinni en þau hittust eftir leik Manchester City og AC Milan í Bandaríkjunum.

Um var að ræða æfingaleik sem AC Milan vann 3-2 en Grealish er leikmaður enska félagsins.

Grealish fékk loksins að upplifa drauminn með því að hitta Rihanna en hann greindi frá því í viðtali fyrir þónokkru síðan að hann væri mjög til í að hitta söngkonuna.

Englendingurinn var spurður út í það hvaða frægu manneskju hann myndi vilja hitta og nefndi hann Rihanna á þeim tíma.

Spurður út í af hverju svaraði Grealish: ‘Því hún er svo falleg. Ég er líka aðdáandi tónlistarinnar.’

Grealish birti myndina sjálfur á samskiptamiðlum og viðurkennir að hann hafi verið ansi lítill við hlið söngkonunnar.

Myndina af þeim má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið

ÍA upp af botninum fyrir skiptingu – Afturelding fór niður í neðsta sætið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði

Starfsmaður á Manchester-slagnum vekur mikla reiði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“

Opnar sig um meintan ágreining við Óla Jó: Hætt við allt þegar hálftími var til stefnu – „Fór heim til hans og við spjölluðum“
433Sport
Í gær

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“