fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Gummi Ben veltir því upp hvort Pálmi hafi með þessu verið að senda æðstu mönnum vestur í bæ skýr skilaboð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 23. júlí 2024 08:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, mætti til leiks með ansi óreyndan varamannabekk og gerði ekki eina skiptingu í tapi gegn Breiðabliki á sunnudag. Í Stúkunni á Stöð 2 Sport var því velt upp hvort hann væri að senda skilaboð til hæstráðenda hjá félaginu.

Blikar unnu leikinn 4-2. Varamannabekkur var skipaður meiddum leikmönnum eða ansi ungum og óreyndum. Til að mynda var 14 ára sonur Pálma, Alexander Rafn Pálmason, á bekknum.

„Varamannabekkurinn var gjörsamlega óreyndur. Finnur Tómas er meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Jói Kristinn er líka meiddur og var ekki að fara að taka þátt. Hinir eru nánast krakkar – og ekki bara nánast, það eru krakkar þarna inn á milli sem hafa ekki spilað leik í deildinni, eða ekki einu sinni í bikar eða Reykjavíkurmóti eða slíku,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær.

„Þetta eru skilaboð til stjórnar og þeirra sem sjá um peningana um að það þurfi að stækka hópinn heilmikið,“ bætti hann við.

Atli Viðar Björnsson var einn af sérfræðingum þáttarins í gær og tók hann til máls.

„Maður hefur heyrt af því að þjálfarar beiti slíkum brögðum, að senda óbein skilaboð með því að nýta ekki bekkinn sinn eða vera með ungan og óreyndan bekk. Ég geri mér enga grein fyrir því hvort það hafi verið staðan hjá Pálma í gær.“

Baldur Sigurðsson segir ljóst að það sé mikil þörf á að fá inn leikmenn í KR og auka breiddina.

„Það vantar marga leikmenn í þetta lið, miðað við þessa stöðu sem er komin upp – og það er ótrúlegt að hún hafi raungerst. Stefnan þeirra er ekki að fara í einhverja þróun og koma ungu strákunum inn, miðað við kaupstefnuna í vetur. Það er verið að kaupa dýra leikmenn til að ná árangri og þess vegna þurfa þeir að stækka hópinn.“

KR er í ansi vondri stöðu í Bestu deild karla. Liðið er í níunda sæti, 2 stigum fyrir ofan fallsvæðið eftir fimmtán umferðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“