fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Kompany heimtar þetta frá stjörnunum sínum – Mun Kane hlýða?

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 17. júlí 2024 19:53

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vincent Kompany, nýr stjóri Bayern Munchen, hefur varað stórstjörnur eins og Harry Kane við því að það sé mikilvægt að læra þýsku á næsta tímabili.

Kane talar afskaplega litla þýsku en hann samdi við Bayern í fyrra eftir að hafa spilað á Englandi allan sinn feril.

Kompany lék sjálfur í Þýskalandi á sínum tíma en hann vill að allir sínir leikmenn tali tungumálið og reyni sitt besta að læra það í vetur.

,,Það er mjög mikilvægt að skilja hvorn annan. Ég get útskýrt marga hluti á þýsku en það koma augnablik þar sem enskan tekur yfir,“ sagði Kompany.

,,Það mun taka smá tíma áður en ég get þýtt allt yfir á þýsku, kannski breytist það á næstu árum.“

,,Ég er Belgi og við getum talað saman á mörgum tungumálum, þýsku, ensku, frönsku og hollensku, það er ekkert vandamál.“

,,Það mikilvægasta er að fá leikmennina til að læra þýsku.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag