fbpx
Laugardagur 26.október 2024
433Sport

Arnar um KA: „Sýnir að það er komin ákveðin hefð þarna“

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 11:00

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Grétarsson, þjálfari Vals, segir að hans fyrrum félagar í KA séu mun betri en stöðutaflan í Bestu deild karla segir til um.

Arnar ræddi við 433.is fyrir helgi og var þar spurður út í dráttinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins, þar sem Valur dróst á útivelli gegn KA. Arnar var þjálfari Akureyringa en yfirgaf liðið fyrir tveimur árum.

„Ég hefði auðvitað viljað fá heimaleik en lendi á mínum gömlu liðsfélögum. Það er bara gaman og verðugt verkefni,“ sagði Arnar, léttur í bragði, um bikardráttinn.

video
play-sharp-fill

Hann benti svo á gott gengi KA í bikarnum undanfarin ár, meðal annars undir hans stjórn árið 2022.

„Þeir eru búnir að vera flottir. Við (þá KA) förum í undanúrslit fyrir tveimur árum og mér fannst við detta ósanngjarnt út á móti FH. Svo fara þeir í úrslit í fyrra og eru komnir aftur núna. Það sýnir að það er komin ákveðin hefði þarna.“

KA hefur hins vegar gengið afar illa í deildinni það sem af er tímabili. Liðið er í fallsæti með 5 stig eftir níu umferðir.

„Þeir eru með flott lið og ég vil meina að þeir eigi að vera með fleiri stig í deildinni, þó svo þeir hafi ekki alltaf verið að spila vel. Þeir eru samt með miklu betra lið en taflan segir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Jón Daði í Wrexham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“

Sakna Jóhanns í Langaskíri og segja – „Gæfi allt til þess að fá hann aftur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka

Fyrrum leikmaður United byrjaður að vinna í banka
Hide picture