fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
433Sport

Ríkharð segir þetta ástæðu þess að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmarstjóra – „Hún er byrjuð í annarri vinnu og þiggur laun þar“

433
Föstudaginn 19. apríl 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkra athygli hefur vakið að Knattspyrnusamband Íslands hefur ekki ráðið framkvæmdarstjóra til starfa en Klara Bjartmarz sagði upp störfum í janúar en vann út febrúar.

Þorvaldur Örlygsson, nýr formaður og hans stjórn hefur ekki ráðið inn framkvæmdarstjóra á tveimur mánuðum þeirra í starfi.

Íþróttafréttamaðurinn, Ríkharð Óskar Guðnason segir ástæðuna vera að KSÍ sé enn að greiða Klöru laun.

„Ég heyrði það frá mjög góðum aðila, ég tel þetta traustan aðila. Ég heyri að ástæðan fyrir því að KSÍ hefur ekki ráðið framkvæmdarstjóra er að Klara Bjartmarz er enn á launum hjá KSÍ og verður það til 1. júní,“ sagði Ríkharð í Þungavigtinni.

Klara Bjartmarz framkvæmdarstjóri fyrrum framkvæmdarstjóri
©Anton Brink 2021

Kristján Óli Sigurðsson telur þetta eðlilegt ferli. „Það er á mörgum stöðum þar sem þú segir upp sjálfur að þá færðu greitt í einhverja mánuði, KSÍ er ekki að synda í seðlum. Jörundur Áki er settur framkvæmdarstjóra.“

Mikael Nikulásson þjálfari KFA telur þetta ekki eðlileg vinnubrögð. „Hún er byrjuð í annari vinnu og þiggur laun þar, þá á hún að hætta á launum hjá KSÍ. Þetta er bara galið,“ sagði Mikael

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Southampton aftur í ensku úrvalsdeildina

England: Southampton aftur í ensku úrvalsdeildina
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur

Sjáðu myndbandið: Allt varð vitlaust eftir að Freyr og hans menn héldu sér uppi – Magnaður árangur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hojlund ekki nálægt því að vera í sama gæðaflokki

Hojlund ekki nálægt því að vera í sama gæðaflokki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ætla að bjóða honum nýjan langtímasamning í Manchester

Ætla að bjóða honum nýjan langtímasamning í Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004

Fyrstu táningarnir til að skora í úrslitaleik síðan Ronaldo árið 2004
433Sport
Í gær

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’

Mainoo svaraði færslu á X: Gerðu grín að Manchester United – ‘OK’