fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Neymar gefur fyrrum félagi sínu grænt ljós

Victor Pálsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 19:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neymar, leikmaður Al-Hilal í Sádi Arabíu, er búinn að gefa fyrrum félagi sínu grænt ljós og er reiðubúinn að yfirgefa sitt núverandi félag.

Þetta fullyrðir brasilíski fjölmiðillinn UOL en talið er að Al-Hilal sé að reyna að losna við Neymar þessa stundina.

Neymar meiddist illa undir lok síðasta árs og sneri aftur á dögunum en það tók hann ekki langan tíma að meiðast aftur og spilar stjarnan líklega ekki meira á árinu.

Santos, fyrrum félag Neymar í Brasilíu, er opið fyrir því að taka við leikmanninum sem er 32 ára gamall í dag.

Neymar er tilbúinn að taka á sig mikla launalækkun til að semja í heimalandinu en hann er á risalaunum í Sádi þessa stundina.

Al-Hilal er á því máli að félagið geti ekki treyst á að Neymar komi sér í stand á nýjan leik og er því jafnvel opið fyrir því að rifta samningi leikmannsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“

Fyrirsæta lýsir ótrúlegum aðstæðum í myndatöku – „Var hrædd um að vera étin“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar
433Sport
Í gær

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál

Höfnuðu umdeildum reglum um launaþak á Englandi – Breyta hins vegar reglum um fjármál