fbpx
Þriðjudagur 09.desember 2025
433Sport

Því er spáð að stjörnurnar fari allar í Mosfellsbæ á næstunni – „Hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum“

433
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Því er spáð að Afturelding mæti til leiks með stjörnuprýtt lið í Bestu deildina næsta sumar, liðið mun þá í fyrsta sinn í sögunni leika á meðal þeirra bestu í karlaflokki.

Nokkur stór nöfn eru nefnd til sögunnar þegar kemur að því að styrkja lið Aftureldingar. „Segðu mér frá þessu Galatacio Liði Aftureldingar,“ sagði Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football í dag.

Hrafnkell Freyr Ágústsson sérfræðingur þáttarins sagði marga öfluga leikmenn vera á óskalista liðsins.

„Þeir eru að reyna að fá alla sína menn heim, Axel Óskar, bróðir hans Jökul, Eyþór Wöhler og týnda soninn eins og þeir kalla hann, Kristinn Frey Sigurðsson,“ sagði Hrafnkell.

Axel Óskar Andrésson rifti samningi sínum við KR á dögunum og Jökull bróðir hans rifti samningi sínum við Reading, Jökull varði mark Aftureldingar seinni hluta sumarsins.

Eyþór Wöhler er einn þeirra sem má fara frá KR en Kristinn Freyr ólst upp í Aftureldingu. „Hann fór snemma í Fjölni, hann er að byggja sér í Mosó og opna smíðafyrirtæki með pabba sínum. Þá er erfitt að vera í atvinnumennsku hjá Val þegar þú ert að byggja upp fyrirtæki,“ sagði Hrafnkell og bætti við.

„Hvort þeir fái þá alla, þeir hafa áhuga á öllum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Banaslys í Mosfellsbæ

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma

Owen tjáir sig um málefni Salah – Segir að þetta geti haft áhrif á liðið til lengri tíma
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah

Virtur miðill nefnir þrjá líklega áfangastaði Salah
433Sport
Í gær

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool

Slot tjáir sig í fyrsta sinn um ummæli Salah – Veit ekki hvort hann hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool
433Sport
Í gær

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur

Áfall fyrir Chelsea en Delap verður frá í fleiri vikur