fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

KSÍ fær verðlaun frá Blindrafélaginu

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 9. október 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KSÍ og Blindrafélagið skrifuðu í september 2023 undir samstarfssamning vegna sjónlýsingar á leikjum A landsliða karla og kvenna í fótbolta. Félagsmenn Blindrafélagsins geta þannig fengið beina lýsingu á atvikum leiksins í gegnum sérstakt app, lýsingu sem er sérsniðin að þörfum blindra og sjónskertra.

Stjórn Blindrafélagsins hefur ákveðið að veita KSÍ Samfélagslampann 2024 vegna þessa verkefnis, “fyrir frumkvæði að bættu aðgengi að íþróttaviðburðum og að opna aðgang blindra og sjónskertra að landsleikjum í knattspyrnu“. Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins mun afhenda formanni KSÍ, Þorvaldi Örlygssyni, Samfélagslampa Blindrafélagsins 2024 fyrir leik A landsliðs karla við Wales á Laugardalsvelli á föstudag.

Fyrsta sjónlýsingin á knattspyrnuleik á Íslandi fór fram þann 17. júní 2023 þegar A landslið karla tók á móti Slóvakíu í undankeppni EM 2024. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson sá um lýsinguna á vegum Samtaka íþróttafréttamanna. Smellið hér að neðan til að spila myndband um sjónlýsinguna.

Um Samfélagslampa Blindrafélagsins
Tilgangurinn með veitingu Samfélagslampans er vekja athygli á fyrirtækjum, stofnunum og/eða tilteknum aðgerðum eða verkefnum, sem með einum eða öðrum hætti hafa stuðlað að auknu sjálfstæði blindra og sjónskertra einstaklinga. Samfélagslampi Blindrafélagsins, er einstakur gripur, handsmíðaður af Sigmari Ó Maríussyni, gullsmíðameistara. Um er að ræða upphleypta lágmynd úr silfri sem sýnir lampann úr merki Blindrafélagsins. Lampinn er festur á sagaða og slípaða steinflís úr skagfirsku blágrýti. Steinflísin stendur á tveimur járnpinnum á blágrýtisfæti. Á fætinum er síðan silfurskjöldur með áletrun um verkið og tilefni þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“