Búist er við að Ruud van Nistelrooy verði rekinn úr starfi hjá Manchester United ef Ruben Amorim tekur við liðinu.
United er að reyna að ganga frá ráðningu á Amorim frá Sporting Lisbon.
Nistelrooy tók tímabundið við United á mánudag þegar Erik ten Hag var rekinn úr starfi.
Nistelrooy var ráðinn aðstoðarþjálfari United í sumar en hann er goðsögn hjá félaginu eftir tíma sinn sem leikmaður.
Independent telur að ekki verði pláss fyrir Nistelrooy ef Amorim tekur við en hann vill koma með sitt teymi inn ef hann á að taka við.