Í gær fór fram miðasala á lokaleik Víkings í Bestu deild karla gegn Breiðablik og gekk hún vel samkvæmt yfirlýsingu félagsins. Þar voru seldir miðar í stúku og í stæði til ársmiðahafa félagsins.
Leikurinn á sunnudag hefst klukkan 18:30 þegar Víkingar og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik, Víkingum dugir jafntefli til að verða Íslandsmeistari.
Á morgun fer svo fram fyrsti heimaleikur Víkings í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar þegar Víkingur tekur á móti Cercle Brugge á Kópavogsvelli kl. 14:30.
Á föstudag ætla Víkingar svo að meta stöðuna hvort hægt verði að setja fleiri miða í sölu.
„Við munum tilkynna um framkvæmd á mögulegri frekari sölu miða á lokaleikinn í Bestu deild karla á föstudaginn, þegar fyrir liggur hversu mörgum við getum tekið á móti á leiknum,“ segir í yfirlýsingu félagsins.