Skagamenn voru virkilega reiðir í gær eftir að hafa spilað á móti Íslandsmeisturum Víkings á Akranesi.
ÍA tapaði þessari viðureign 4-3 en sigurmark Víkinga var skorað á 94. mínútu er Danijel Dejan Djuric kom boltanum í netið.
Stuttu áður héldu Skagamenn að þeir væru búnir að tryggja sigurinn en Elías Ingi Árnason, dómari, dæmdi markið af.
Enginn skildi neitt í þessari ákvörðun og var Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, öskuillur eftir leikinn.
Myndband af þessu umdeilda atviki má sjá hér.