Ísland leiðir 1-0 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli en um er að ræða leik í Þjóðadeildinni. Hálfleikur er nú í gangi
Íslenska liðið komst yfir snemma leiks en Orri Steinn Óskarsson var þar að verki. Orri fékk boltann við miðjan völlinn og óð af stað, hann stakk varnarmann Tyrklands af og kláraði færið vel.
Rætt var um Orra á Stöð2 Sport í hálfleik. „Ungur drengur með mikið sjálfstraust og mikla hæfileika,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í hálfleik á Stöð2 Sport.
Kári Árnason segir Orra fljótari en fólk heldur. „Hann er eldfljótur og klárar þetta færi mjög vel, hann er í raun óheppin að vera ekki með fleiri mörk,“ sagði Kári og hélt áfram.
„Hann var baneitraður, þeir réðu ekkert við hann. Hann kemst utan á þá trekk í trekk.“
Orri var ískaldur eins og sjá má hér að neðan.
GOL | Türkiye 0-1 İzlanda
⚽️ 3′ Oskarsson
İzlanda – Türkiye #ISLTUR pic.twitter.com/OxhF2GVgMt
— Sky Sports (@SkySportsFB) October 14, 2024