Bukayo Saka, leikmaður Arsenal, haltraði af velli í gær er enska landsliðið spilaði við það gríska.
Saka er mikilvægur hlekkur í liði Arsenal en hann hefur byrjað tímabilið mjög vel og er með sjö stoðsendingar ásamt því að hafa skorað tvö mörk.
Óvíst er hversu alvarleg meiðsli Saka eru en Noni Madueke tók hans stöðu á vellinum gegn Grikkjum.
Frammistaða Englands var ekki upp á marga fiska í þessum leik en Grikkland hafði óvænt betur 2-1.
Saka er yfirleitt heill heilsu en hann hefur ekki misst af keppnisleik síðan í október 2023.