Samkvæmt enskum götublöðum í dag er Liverpool farið að undirbúa sig undir það að Trent Alexander-Arnold fari næsta sumar.
Samningur Trent rennur þá út og er óvist hvort félagið nái samkomulagi við hann.
Sagt er í fréttum dagsins að Jeremie Frimpong og Vanderson séu á lsita Liverpool yfir bakverði sem gætu komið inn.
Þá er Michael Kayode tvítugur bakvörður Fiorentina nefndur til sögunnar sem mögulegur kostur.
Liverpool mun reyna að sannfæra Trent um að vera áfram en Real Madrid hefur sýnt honum gríðarlegan áhuga.