Hugo Viana er að yfirgefa Sporting Lisbon og tekur við sem nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester City. Allt er klappað og klárt.
Viana kemur til starfa fljótlega og mun vinna með Txiki Begiristain áður en hann hættir.
Begiristain ákvað fyrir löngu að hætta þegar hann yrði sextugur og nú er komið að því.
Begiristain hafði áður starfað hjá Barcelona og hefur nú starfað lengi hjá City og gert vel.
Viana fyllir í hans skó en það heillaði forráðamenn City hversu klókur Viana hefur verið á markaðnum að sækja leikmenn.
🚨🔵 Manchester City’s new director of football will be Portuguese director Hugo Viana! Exclusive story, confirmed.
As revealed on Tuesday, Viana was on top of City list and the agreement is now completed.
Viana leaves Sporting to replace Txiki Begiristain at #MCFC from 2025. pic.twitter.com/VnCi24LhYD
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2024