Sergio Ramos er að verða leikmaður Al-Orobah í Sádí Arabíu og gerir kappinn eins árs samning við félagið.
Ramos verður því liðsfélagi Jóhanns Berg Guðmundssonar sem samdi við Al-Orobah í síðustu viku.
Búist er við að Kurt Zouma komi einnig til liðsins frá West Ham.
Al-Orobah hefur tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins í Sádí Arabíu en liðið er á sínu fyrsta tímabili í úrvalsdeildinni.
Ramos er 38 ára gamall og hefur átt magnaðan feril þar sem hann var lengst af hjá Real Madrid en hann var á síðustu leiktíð hjá Sevilla.
Ramos vann Meistaradeildina fjórum sinnum með Real Madrid en varð að auki Evrópu og Heimsmeistari með Spáni.
🚨🚨| BREAKING: Sergio Ramos has signed for Al-Orobah in Saudi Arabia! 🇸🇦✅
Sergio Ramos has reached an agreement with the Saudi Pro League side. 🤝
[@sachatavolieri] pic.twitter.com/b4KQ0wr5Xf
— CentreGoals. (@centregoals) August 29, 2024