

Arsenal er óvænt talið vera að skoða vængmanninn Nico Williams sem spilar með Athletic Bilbao.
Um er að ræða gríðarlega öflugan leikmann sem spilaði stórt hlutverk með spænska landsliðinu á EM í sumar.
Independent segir að Arsenal sé að íhuga tilboð í Williams upp á 48 milljónir punda áður en glugginn lokar.
Það er kaupákvæðið í samningi leikmannsins en hvort hann sé tilbúinn að fara til Englands er annað mál.
Talið er að Williams vilji halda sig á Spáni en hann hefur einnig verið orðaður við stórlið Barcelona í sumar.