

Það eru allar líkur á að miðjumaðurinn Manuel Ugarte sé á förum frá Paris Saint-Germain í sumar.
Ugarte hefur verið sterklega orðaður við Manchester United síðustu vikur en enska félagið hefur sýnt áhuga.
Samkvæmt L’Equipe var Ugarte ekki kallaður til æfinga hjá PSG í gær ásamt tveimur öðrum leikmönnum.
Það eru þeir Danilo og Nordi Mukiele sem eru báðir taldir vera á förum frá franska félaginu í glugganum.
Ansi miklar líkur eru á að Ugarte sé á leið til Englands en einhver lið á Spáni hafa einnig horft til hans í sumar.