Arsenal hefur hafnað tilboði frá Ajax sem vildi fá Aaron Ramsadale markvörð liðsins að láni. The Athletic fjallar um málið.
Ramsdale er varaskeifa hjá Arsenal í dag eftir að David Raya var keyptur síðasta haust.
Arsenal vill ekki lána Ramsdale en félagið vill selja hann í sumar.
Arsenal er samkvæmt The Athletic tilbúið með mann til að koma inn og Joan Garcia markvörður Espanyol mætir ef Ramsdale verður seldur.
Ajax ætlar að sjá hvort félagið geti keypt hann en Wolves og fleiri lið á Englandi hafa verið orðuð við hann.