Chelsea hefur staðfest kaup á Aaron Anselmino frá Boca Juniors á tæpar 16 milljónir punda.
Anselmino er 19 ára gamall og gerir sjö ára samning við Chelsea. Hann verður á láni hjá Boca fram á nýtt ár.
Anselmino hefur spilað tíu leiki fyrir aðallið Boca en Chelsea er áfram með veskið á loti.
Anselmino er mikið efni en varnarmaðurinn á að koma inn í Chelsea liðið.
Chelsea er að kaupa framherjann Samu Omorodion frá Atletico Madrid en hann er tvítugur en stefna félagsins er að kaupa unga leikmenn.
Chelsea is pleased to announce the signing of defender Aaron Anselmino, who will spend the 2024/25 campaign on loan at Boca Juniors. pic.twitter.com/HRWm8xVt9O
— Chelsea FC (@ChelseaFC) August 8, 2024