fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Úlfur Arnar sakar Gunnar Odd um hótanir í garð ungra manna – „Við vorum mjög hneykslaðir“

433
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis sakar Gunnar Odd Hafliðason um að hafa hótað miðvörðum liðsins að hann myndi reka þá af velli ef þeir færu að klípa leikmenn Þróttar.

Atvikið gerist fyrir leik liðsins gegn Þrótti í Lengjudeildinni í gær. „Það er búið að stimpla okkur áður en að leikurinn byrjar. hafsentarnir mínir tveir eru teknir afsíðis í upphitun af dómaranum. Truflar þá í upphitun til að segja við þá að hann sé búinn að heyra úr ýmsum áttum að þeir séu búnir að klípa og toga og hann ætli að gefa þeim rautt ef hann verði vitni af því,“ segir Úlfur Arnar við Fótbolta.net.

Samkvæmt mjög öruggum heimildum 433.is mætti Gunnar Oddur fyrir leik og talaði við Júlíus Mar Júlíusson og Baldvin Þór Berndsen og lét þá vita að ef þeir myndu klípa í leikmenn Þróttar þá myndi hann reka þá af velli. Júlíus og Baldvin eru ungir og mjög efnilegir varnarmann.

Úlfi finnst framkoman galin. „Mér finnst þetta galið að dómari sé að trufla tvo unga leikmenn í miðri upphitun og eiginlega hóta þeim,“ segir Úlfur við Fótbolta.net.

Gunnar Sigurðsson aðstoðarmaður Úlfs fór til Gunnars Odds fyrir leik og samkvæmt heimildum 433.is lét hann dómarann vita af því að Fjölnismenn myndu láta fjölmiðla vita af þessum hótunum. Fyrir það fékk markmannsþjálfarinn gult spjald.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Fjölnir situr á toppi deildarinnar og hefur liðið átt frábært tímabil í Lengjudeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“

Þetta hafði þjóðin að segja um leikinn – „Það sýður á mér“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun

Einkunnir leikmanna Íslands eftir magalendingu í Thun
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu

Liverpool hafnaði öllu samtali við Bayern og sagði kantmanninn ekki til sölu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær

United tapar milljónum punda – Varð ljóst þegar félagið birti þessa mynd í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres

Ekkert að gerast hjá Arsenal og Gyokeres
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“

Þór Bæring leitar að fyrsta sigrinum í fjórðu tilraun – „Það var aldrei að fara að klikka“