fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
433Sport

Segir að liðsfélagi sinn sé ekki rasisti – ,,Hann baðst afsökunar“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. ágúst 2024 18:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wesley Fofana, franskur leikmaður Chelsea, er löngu búinn að fyrirgefa miðjumanninum Enzo Fernandez sem spilar einnig með félaginu.

Fofana segir sjálfur frá en Enzo komst í vandræði á dögunum eftir að myndband af leikmönnum Argentínu var birt á samskiptamiðla.

Um var að ræða rasískt myndband þar sem gert var grín að uppruna franskra leikmanna en Fofana tilheyrir þeim hópi.

Þeir tveir hafa rætt málin í einrúmi og er varnarmaðurinn ekki sár út í Enzo sem segist sjálfur ekki hafa áttað sig á hvað hann væri að syngja.

,,Enzo er mættur aftur og ég er ánægður með það,“ sagði Fofana í samtali við blaðamann.

,,Við höfum rætt saman og ég útskýrði af hverju mér mislíkaði myndbandið, hann útskýrði sitt mál og baðst afsökunar. Hann vildi ekki særa franska aðdáendur eða neinn annan.“

,,Hann gerði sér ekki grein fyrir því hvað hann væri að syngja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“

Slot reynir að róa stuðningsmenn Liverpool – ,,Við gerðum allt sem við gátum“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Samþykkt að 48 lið verða á HM

Samþykkt að 48 lið verða á HM
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“

Mjög áhyggjufullur fyrir úrslitaleik United – ,,Mér líður ekki vel“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag

Gömul ummæli Trent vekja nú athygli – Nefndi manninn sem er orðaður við Liverpool í dag
433Sport
Í gær

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna

Sjáðu nýjar EM-treyjur Íslands – Úr endurunnu hráefni og sækja innblástur í hreyfingar Norðurljósanna
433Sport
Í gær

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við

Kynlífsmyndband fór í dreifingu frá stað sem margir Íslendingar kannast við
433Sport
Í gær

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar

Wirtz áfram efstur á lista City þrátt fyrir fréttir vikunnar
433Sport
Í gær

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar

Bakvörður sem Liverpool vill fæst ódýrt í sumar