Það er gert ráð fyrir að Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, haldi í sama leikkerfi og geri aðeins eina breytingu á liði sínu fyrir leikinn gegn Hollandi í undanúrslitum EM í kvöld.
England vann Sviss í vítaspyrnukeppni í 8-liða úrslitum. Í þeim leik skipti Southgate yfir í kerfi sem hann þekkir vel, þar sem hann spilar með þrjá miðverði og vængbakverði.
Það er gert ráð fyrir að hann fari í sama kerfi í kvöld en eina breytingin verður að Marc Guehi, sem tók út bann í síðasta leik, kemur inn fyrir Ezri Konsa.
Sigurvegari leiksins mætir Spáni í úrslitaleik á sunnudag. Spánverjar unnu Frakka í hinum undanúrslitaleiknum í gærkvöldi.