Ronaldo átti hraðasta sprett sem hefur mælst hjá honum á Evrópumóti nú á EM í Þýskalandi. Það verður að teljast merkilegt þar sem kappinn er orðinn 39 ára gamall.
Kappinn hefur hraðast mælst á 32,7 kílómetra hraða á mótinu sem nú stendur yfir. Slíkar mælingar hófust árið 2012 en það ár var Ronaldo einmitt mældur á 32 kílómetra hraða, þá 27 ára gamall.
Hann var svo hraðastur á 29,1 kílómetra hraða á EM 2016 og 29,7 kílómetra hraða á EM fyrir þremur árum.
Ronaldo, sem er á mála hjá Al-Nassr, virðist hvergi nærri hættur en hann hefur byrjað báða leiki Portúgal á EM til þessa, sigurleiki gegn Tyrklandi og Tékklandi.