Íþróttavikan, sjónvarpsþáttur sem kemur út á 433.is og í Sjónvarpi Símans í hverri viku, er einnig aðgengileg í hlaðvarpsformi.
Í nýjasta þættinum hita þeir Helgi Fannar Sigurðsson, Hörður Snævar Jónsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson rækilega upp fyrir EM í Þýskalandi, sem hefst á morgun.
Það er farið yfir alla riðla, liðin, styrkleika, veikleika og miklu fleira.