Marca á Spáni heldur því fram að ágætis líkur séu á því að Julian Alvaraz framherji Manchester City fari frá félaginu í sumar.
Alvarez er varaskeifa fyrir Erling Haaland en fékk þó mikinn spiltíma á síðustu leiktíð vegna meiðsla.
Marca segir að Atletico Madrid vilji festa kaup á Alvarez sem var öflugur í liði Argentínu sem vann Heimsmeistaramótið í Katar árið 2022.
Alvarez er 24 ára gamall sóknarmaður sem hefur átt góða spretti hjá City en gæti viljað stærra hlutverk.
Atletico Madrid vill styrkja sóknarleik sinn í sumar en Memphis Depay er að fara frá félaginu.