Olympiakos er sigurvegari Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 dramatískan sigur á Fiorentina í úrslitaleiknum sem var að ljúka.
Um var að ræða stál í stál og var markalaust eftir 90 mínútna leik, því þurfti að framlengja.
Það var svo á 117 mínúntu leiksins sem Ayoub El Kaabi skoraði eina mark leiksins fyrir Olympiakos.
Markið kom þegar aðeins þrjár mínútur voru eftir af leiknum og Fiorentina tókst ekki að svara.
Olympiakos er því meistari þetta árið en West Ham vann þessa keppni á síðasta ári.