Stórlið Fluminese hefur staðfest það að vefsíða félagsins hafi verið hökkuð en ansi athyglisverð frétt birtist þar í gær.
Þar var fjallað um framherjann Erling Haaland en greint var frá því að hann væri á leið til félagsins.
Fluminese er stórt lið í Brasilíu en það er alveg á hreinu að Haaland hefur ekki áhuga á að fara þangað í dag.
Í fréttinni var tilkynnt um komu Haaland og voru þónokkrir sem skildu ekkert í því sem var í gangi.
Fluminese hefur staðfest að fréttin hafi ekki verið skrifuð af starfsmanni félagsins en heimasíðan var ‘hökkuð’ af ónefndum aðila.