Jonny Evans, leikmaður Manchester United, vonar innilega að Erik ten Hag haldi starfi sínu sem þjálfari liðsins.
Ten Hag er sterklega orðaður við sparkið á Old Trafford þó að liðið hafi unnið enska bikarinn í gær gegn Manchester City.
Evans hefur óvænt fengið að spila um 30 leiki í vetur og gæti varla verið ánægðari með störf Hollendingsins.
,,Ég vona að hann verði áfram. Hann hefur verið stórkostlegur fyrir mig á tímabilinu, hann fékk mig inn aftur og hefur sýnt mér mikla trú,“ sagði Evans.
,,Ég hef bara góða hluti að segja um hann. Ég get bara þakkað honum og okkar samband er virkilega gott.“
,,Ég kom aftur í sumar og hann ákvað að treysta á mig, það er það eina sem þú vilt frá þínum þjálfara.“