Noni Madueke, leikmaður Chelsea, viðurkennir það að hans helsta fyrirmynd í boltanum sé goðsögn Manchester United.
Madueke er alls ekki einn í þessum hóp en hann nefnir Cristiano Ronaldo sem spilar í dag með Al Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo er þekktastur fyrir tíma sinn hjá United og Real Madrid og er einn besti ef ekki besti markaskorari sögunnar.
,,Mín helsta fyrirmynd var að sjálfsögðu Cristiano Ronaldo en það var þegar ég var aðeins yngri,“ sagði Madueke.
,,Kylian Mbappe, Vinicius Junior, þetta eru leikmenn sem ég horfi mikið á og ég reyni að læra. Arjen Robben er á þessum lista líka.“
,,Þetta eru leikmenn sem ráða leikjum, þeir vinna leiki sjálfir og skemmta aðdáendum. Það er það sem ég vil gera.“