Stuðningsmenn Arsenal eru ekki kátir í dag enda eru sáralitlar líkur á að liðið verði enskur meistar eftir tap Tottenham gegn Manchester City í gær.
Í stöðunni 0-1 fyrir City fékk Son Heung-Min eitt af færum tímabilsins en klikkaði. City vann að lokum 0-2 sigur.
Í lok leiks var Son ekkert sérstaklega ósáttur og faðmaði Pep Guardiola stjóra Manchester City sem hafði gaman af klúðrinu.
Margir stuðningsmenn Tottenham voru sáttir með tapið en þeir vildu ekki sjá það að grannar þeirra í Arsenal væru með toppsætið fyrir lokaumferðina.
Arsenal er tveimur stigum á eftir City fyrir síðasta leik en City mætir þá West Ham en Arsenal tekur á móti Everton.
Heung Min Son & Pep Guardiola setelah pertandingan…pic.twitter.com/gqdk6w4d8x
— Siaran Bola Live (@SiaranBolaLive) May 14, 2024