Marcus Rashford hefur engan áhuga á því að fara frá Manchester United í sumar þrátt fyrir að félagið hafi áhuga á að selja hann.
Rashford er einn af mörgum leikmönnum sem United er tilbúið að selja í sumar þegar félagið ætlar í breytingar.
Rashford gerði fimm ára samning við United fyrir tæpu ári síðan og þénar 325 þúsund pund á viku.
Ekkert félag er líklegt til þess að borga honum þessi laun og því hefur Rashford engan áhuga á því að fara.
Talið er að United sé tilbúið að selja Rashford fyrir 80 milljónir punda en samkvæmt enskum miðlum hefur engan áhuga á að fara.