Það vakti mikla athygli á laugardag þegar Mohamed Salah og Jurgen Klopp rifust á hliðarlínunni áður en Egyptinn kom inn á sem varamaður í jafntefli gegn West Ham. Breska götublaðið The Sun kveðst hafa heimildir fyrir því af hverju rifrildið átti sér stað.
Meira
Sjáðu myndbandið umtalaða – Klopp og Salah rifust á hliðarlínunni
Heimildamaður blaðsins segir ástæðuna fyrir rifrildinu vera að Salah hafi ekki tekið í höndina í Klopp áður en hann fór inn á.
„Þetta hefur gerts nokkrum sinnum með Jurgen og aðra leikmenn. Hann leggur mikla áherslu á samskipti við varamenn áður en þeir koma inn á og þau voru ekki góð með Salah þarna,“ er haft eftir honum.
„Mo var pirraður á að vera ekki í byrjunarliði og því illa fyrir kallaður. Jurgen var ekki ánægður með hans hegðun.“